Sáu ekki til sólar í Smáranum

Jordan Semple. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn heimsótti Grindavík í Smárann í Kópavogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í dag.

Grindavík leiddi allan fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik var 52-45. Þórsarar sáu hins vegar ekki til sólar í seinni hálfleiknum. Grindavík gerði út um leikinn í 3. leikhluta og í upphafi þess fjórða var staðan orðin 83-60. Grindavík bætti enn í á lokakaflanum og sigraði að lokum 99-70.

Jordan Semple var framlagshæstur hjá Þórsurum í dag með 16 stig og 10 fráköst.

Með sigrinum fóru Grindvíkingar upp að hlið Þórsara á töflunni en liðin eru í 3.-4. sæti með 8 stig eftir sex leiki.

Grindavík-Þór Þ. 99-70 (28-23, 24-21, 29-16, 18-10)
Tölfræði Þórs: Marreon Jackson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 16/10 fráköst, Morten Bulow 13/5 fráköst, Justas Tamulis 10, Marcus Brown 9, Ragnar Örn Bragason 3/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1, Sverrir Týr Sigurðsson 1 frákast, Davíð Arnar Ágústsson 1 stoðsending.

Fyrri greinÞórkatla sigurvegari Blítt og létt
Næsta greinGóður heimasigur Selfosskvenna