Nú eru að skella á landsliðsverkefni hjá flestöllum yngri landsliðum Íslands í handbolta, sem og A-landsliði karla.
A-landslið karla tekur á móti Norður-Makedóníu nú í vikunni og þar verða þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson. Teitur Örn Einarsson, Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson allir í eldlínunni. Þá var Perla Ruth Albertsdóttir valin í A-landslið kvenna fyrir æfingamót í Póllandi í lok mars.
Æfingar hjá yngri landsliðum karla og kvenna hafa einnig farið fram í kringum síðustu mánaðamót en samtals hafa sautján leikmenn Selfoss verið að æfa eða keppa með landsliðum Íslands að undanförnu.
U-19 kvenna
Katla María Magnúsdóttir
U-19 karla
Guðjón Baldur Ómarsson
Sölvi Svavarsson
U-17 karla
Ísak Gústafsson
Reynir Freyr Sveinsson
Tryggvi Þórisson
U-15 kvenna
Tinna Traustadóttir
U-15 karla
Einar Gunnar Gunnlaugsson
Hans Jörgen Ólfasson
Daníel Þór Reynisson