Sebastian meistari í fimmtarþraut

Sebastian Þór Bjarnason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sebastian Þór Bjarnason, Umf. Selfoss, varð í dag Íslandsmeistari í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöllinni.

Sebastian Þór fékk 2.644 stig í þrautinni og stórbætti þar með héraðsmetið í 15 ára flokki. Gamla metið átti Hákon Birkir Grétarsson, 2.245 stig sett árið 2017.

Fleiri met féllu í dag því Sebastian einnig HSK-metið í 60 m grindahlaupi 15 ára pilta um 0,04 sekúndur en hann hljóp á 8,71 sek í fyrstu grein þrautarinnar. Gamla metið átti Styrmir Dan Steinunnarson, Þór Þ., frá árinu 2014, 8,75 sek.

Í langstökkinu var Sebastian hársbreidd frá því að bæta héraðsmetið en hann stökk 6,15 m og bætti þar sinn besta árangur. HSK metið í 15 ára flokki er 6,16 m og það á Fannar Yngvi Rafnarsson, sett árið 2013.

Sebastian bætti sinn persónulega árangur í hástökki, stökk 1,66 m, kúlunni kastaði hann 12,91 m  og hljóp 800 m hlaup á 2:49,62 mín.

UPPFÆRT KL. 20:30: Í upphaflegu fréttinni var sagt að Sebastian hefði bætt Íslandsmetið í grindahlaupi en svo var ekki og biðst sunnlenska.is velvirðingar á mistökunum.

Fyrri greinSelfoss fékk sex mörk á sig
Næsta greinHellisheiði lokuð – Búið að opna