Seiglan færði Selfyssingum mikilvægt stig

Tinna Sigurrós skoraði 14 mörk í dag, helming marka Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss og FH skildu jöfn, 28-28, í uppgjöri toppliðanna í Grill66 deild kvenna í handbolta í dag.

FH leiddi 16-13 í leikhléi en Selfosskonur voru seigar á lokakaflanum og náðu að tryggja sér jafnteflið. Stigið var þeim mikilvægt því Selfoss er í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum á eftir FH, en Selfosskonur eiga þrjá leiki til góða á toppliðið.

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Selfoss í dag en hún skoraði helming marka liðsins, 14 mörk. Roberta Strope kom næst henni með 5 mörk, Emilía Kjartansdóttir og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoruðu báðar 3 mörk og þær Elín Krista Sigurðardóttir, Katla Björg Ómarsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinGul viðvörun: Stormur í nótt
Næsta greinÁkvörðun Póstsins og störf á landsbyggðinni