Selfoss á góðri siglingu

Selfoss vann öruggan útisigur á ÍR í Olís-deild kvenna í handbolta í dag og er í 6. sæti deildarinnar nú þegar hlé verður á deildarkeppninni.

Lokatölur í Austurbergi í Breiðholti urðu 22-28 en Selfoss hafði öruggt forskot í hálfleik, 9-17.

Nú er tíu umferðum lokið í deildinni og er Selfoss í 6. sæti af tólf liðum með 9 stig. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir áramót, vegna landsleikja í undankeppni EM.

Landsliðskonan Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst Selfyssinga með 7 mörk en Kristrún Steinþórs­dótt­ir kom næst með 6 mörk.

Fyrri greinKalli úr opnar netverslun
Næsta greinVill reisa sextíu rýma hjúkrunarheimili