Selfoss á toppinn í bili

Jón Þórarinn Þorsteinsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á Fram-2 í 1. deild karla í handbolta í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í dag.

Selfoss byrjaði vel í leiknum og komst í 2-6 en Fram-2 jafnaði 10-10 þegar rúmt korter var liðið. Jafnt var á flestum tölum eftir það fram að leikhléi en staðan í hálfleik var 19-19.

Selfoss skoraði fyrstu fimm mörkin í seinni hálfleiknum en Framarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 25-27. Selfoss kláraði leikinn hins vegar af krafti og vann öruggan sigur, 31-37.

Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Guðjón Baldur Ómarsson og Sölvi Svavarsson skoruðu 5, Jónas Karl Gunnlaugsson og Hannes Höskuldsson 4, Álvaro Mallols og Valdimar Örn Ingvarsson 3, Patrekur Þór Öfjörð, Elvar Elí Hallgrímsson og Vilhelm Freyr Steindórsson 2 og Anton Breki Hjaltason 1.

Jón Þórarinn Þorsteinsson lék vel í marki Selfoss og varði 15 skot.

Með sigrinum nældi Selfoss sér í toppsæti deildarinnar í bili að minnsta kosti en liðið er með 12 stig. Þór Ak, sem er í 2. sæti er með 10 stig og á tvo leiki til góða á Selfyssingana. Fram-2 er í 3. sæti með 8 stig.

Fyrri greinSelfoss vann stigakeppnina á Unglingamóti HSK
Næsta greinRáðherrann