Selfyssingar hafa tryggt sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu að ári en stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu væri lokið.
Selfyssingar ljúka því leik í 2. sæti 2. deildar karla og munu leika í 1. deildinni að ári. Selfoss vann ÍR 3-1 í æsispennandi leik þann 3. október síðastliðinn og lyfti sér þar með upp í 2. sætið sem tryggir sæti í 1. deild. Öll liðin í 2. deildinni hafa leikið 20 leiki en tveimur umferðum var ólokið.
Kvennalið Selfoss lýkur keppni í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en liðið var komið í undanúrslit bikarkeppninar. Keppni í bikarnum er einnig lokið og Selfyssingar því enn ríkjandi bikarmeistarar.
Ægismenn halda sæti sínu í 3. deild karla en þeir áttu eftir tvo leiki í spennandi fallbaráttu.