Selfoss átti ekkert svar

Sif Atladóttir. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Selfoss mætti Stjörnunni á útivelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjarnan var heilt yfir sterkari og sigraði 3-0.

Staðan í hálfleik var 0-0 en Stjarnan komst yfir á 5. mínútu seinni hálfleiks og tvö mörk fylgdu í kjölfarið. Selfoss átti ekkert svar en eins og í allt sumar gekk þeim mjög illa að skapa sér færi og liðið átti eitt skot á mark í öllum leiknum.

Nú hefst umspil liðanna í fjórum neðstu sætum deildarinnar næstu þrjá laugardaga. Selfoss fer til Vestmannaeyja laugardaginn 2. september, mætir síðan Tindastól heima og lýkur leik laugardaginn 16. september í Keflavík

Staða Selfyssinga er afar slæm í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig. Bestu möguleikar Selfyssinga á því að halda sæti sínu í deildinni felast í því að liðið vinni síðustu þrjá leiki sína í umspilinu, Tindastóll vinni báða heimaleiki sína og að ÍBV og Keflavík geri jafntefli í sínum innbyrðis leik úti í Vestmannaeyjum.

Fyrri greinSnarræði nágranna bjargaði miklu
Næsta greinÖruggur sigur og KFR í úrslit