Selfoss varð í dag bikarmeistari í handbolta í 6. flokki kvenna eldra ári, eftir glæsilegan sigur á Víkingi, 13-6, í frábærri stemningu í Laugardalshöllinni.
Þetta frábæra Selfosslið, sem skipað er stúlkum fæddum árið 2011, vann þarna sinn fyrsta bikarmeistaratitil en sigurganga liðsins hefur verið ótrúleg undanfarin ár og mjög einfalt að fara yfir hana – þær hafa aldrei tapað handboltaleik í sínum aldursflokki!
Þetta sama lið er einnig búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár, annað árið í röð og fyrir tveimur árum urðu þær einnig Íslandsmeistarar þegar þær kepptu uppfyrir sig í aldri.
Sannarlega magnaður árangur og framtíðin björt á Selfossi. Þjálfari liðsins er Guðmundur Garðar Sigfússon og honum til aðstoðar er Jón Þórarinn Þorsteinsson.