Selfoss byrjar á sigri

Kvennalið Selfoss var tveimur stigum frá því að tryggja sér sæti í Olísdeildinni á nýjan leik. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss hóf keppni í Grill 66 deildinni í handbolta í kvöld, með sigri á Val-U á heimavelli, 26-21.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar en þá tóku Selfyssingar frumkvæðið og náðu mest sex marka forskoti, 14-8. Staðan var 15-10 í leikhléi.

Valur náði að minnka forskotuð niður í þrjú mörk í upphafi seinni hálfleiks en þá bættu Selfyssingar aftur í og juku forskotið. Valskonur áttu engin svör á lokakaflanum og Selfoss kláraði leikinn af öryggi.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Hulda Dís Þrastardóttir átti sömuleiðis fínan leik með 8 mörk, 8 brotin fríköst og 3 varin skot í vörninni. Rakel Guðjónsdóttir skoraði 4 mörk, Katla Björg Ómarsdóttir 2 og þær Tinna Traustadóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sigríður Lilja Sigurðardóttir skoruðu allar 1 mark. Elín Krista Sigurðardóttir átti góðan leik í vörninni hjá Selfyssingum og var með 6 brotin fríköst.

Henriette Østergård lék vel í marki Selfoss, varði 14 skot og var með 40% markvörslu.

Fyrri greinSóknartrjám plantað í Skálholti
Næsta greinRáðstefna um skógarheilsu í Hveragerði