Selfoss byrjar á sigri – Hrunamenn töpuðu

Birkir Hrafn Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Keppni í 1. deild karla í körfubolta hófst í kvöld. Selfoss og Hrunamenn léku á útivelli, þar sem Selfoss náði í sigur en Hrunamenn töpuðu.

Selfoss byrjaði af krafti gegn Ármanni í Laugardalshöllinni, þeir komust í 9-20 í upphafi leiks og staðan var 17-34 eftir 1. leikhluta. Ármenningar minnkuðu bilið í 2. leikhluta og staðan var 42-56 í hálfleik. Selfoss varði forskotið af öryggi í seinni hálfleiknum og vann að lokum 73-87 sigur. Birkir Hrafn Eyþórsson fór mikinn í liði Selfoss og skoraði 26 stig.

Það gekk ekki eins vel hjá Hrunamönnum á Akranesi. Eftir jafnar upphafsmínútur stakk ÍA af og staðan var 56-41 í hálfleik. Liðin skiptust á áhlaupum í seinni hálfleiknum og Hrunamenn náðu að minnka muninn í 8 stig í 4. leikhluta en Skagamenn voru sterkari á lokasprettinum og sigruðu að lokum 84-74. Friðrik Heiðar Vignisson var stigahæstur Hrunamanna með 21 stig en Aleksi Liukko var bestur á báðum endum vallarins með 19 stig og 18 fráköst.

Ármann-Selfoss 73-87 (17-34, 25-21, 18-21, 13-11)
Tölfræði Selfoss: Birkir Hrafn Eyþórsson 26/4 fráköst, Michael Asante 17/20 fráköst, Vojtéch Novák 16/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ísar Freyr Jónasson 10, Ísak Júlíus Perdue 10/10 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Bjarki Eyþórsson 6, Tristan Rafn Ottósson 2.

ÍA-Hrunamenn 84-74 (33-20, 23-21, 14-16, 14-17)
Tölfræði Hrunamanna: Friðrik Heiðar Vignisson 21/6 fráköst, Aleksi Liukko 19/18 fráköst, Hringur Karlsson 17, Óðinn Freyr Árnason 7, Símon Tómasson 6, Arnar Dagur Daðason 2, Eyþór Orri Árnason 6 fráköst.

Fyrri greinKraftmikil byrjun dugði skammt
Næsta greinGekk hratt að rýma hótelið og allt fór vel