Selfoss byrjar betur

Hulda Dís Þrastardóttir var sterk í vörn og sókn í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann sætan sigur á ÍR í fyrsta leik liðanna í sex liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 31-27.

Sel­foss hafði frum­kvæðið fram­an af í fyrri hálfleik en ÍR jafnaði 9-9 þegar átján mín­út­ur voru liðnar og gest­irn­ir komust yfir í kjöl­farið. Sel­fyss­ing­ar voru hins veg­ar á miklu flugi und­ir lok fyrri hálfleiks og náðu að snúa leikn­um aft­ur sér í vil, 16-14 í hálfleik.

ÍR jafnaði 17-17 í upp­hafi seinni hálfleiks og allt stefndi í spennu­leik. En Sel­fyss­ing­ar voru alls ekki á sama máli. Þær juku for­skotið aft­ur og voru mun meira sannfærandi á lokakafla leiksins þar sem ÍR átti engin svör.

Það lið sem fyrr vinn­ur tvo leiki trygg­ir sér sæti í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins og liðin mætast næst í Breiðholtinu á laugardaginn kl. 16:15.

Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Valey Gylfadóttir voru markahæstar Selfyssinga með 7 mörk, þar af skoraði Hulda 6 af vítalínunni. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir skoraði 6, Katla María Magnúsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir 5 og Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir átti góðan leik í marki Selfoss og varði 14/1 skot.

Fyrri greinKR skrefi á undan
Næsta greinNý fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi