Selfoss enn án stiga

Magdalena Reimus sækir að marki ÍBV en Guðný Geirsdóttir er til varnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tapaði 0-4 þegar ÍBV kom í heimsókn á gervigrasið á Selfossi í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu í dag.

ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum og þær komust yfir strax á 7. mínútu leiksins. Það var fátt um færi í leiknum, ÍBV fékk nokkur hálffæri en þær komust svo í 0-2 á 42. mínútu eftir hornspyrnu. Staðan var 0-2 í leikhléi og ÍBV skoraði síðan tvisvar á fyrstu fimmtán mínútum seinni hálfleiks og þar við sat.

Þetta var annar leikur Selfoss í Lengjubikarnum, liðið er í neðsta sæti síns riðils án stiga.

Fyrri greinFresía flutt á nýjan stað
Næsta greinJóhanna Ýr vill leiða Framsókn í Hveragerði