Selfoss enn í stigaleit

Tinna Traustadóttir skoraði níu mörk í leiknum. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Kvennalið Selfoss í handbolta tapaði stórt þegar liðið heimsótti ungmennalið Fram í Grill 66 deildinni í dag. Lokatölur urðu 36-24.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Framarar voru skrefinu á undan og leiddu í leikhléi, 15-13. Fram jók svo muninn jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og að lokum skildu tólf mörk liðin að.

Tinna Traustadóttir og Lara Zidek voru markahæstar Selfyssinga með 7 mörk, Ivana Raikovic skoraði 4, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2 og Ragnheiður Grímsdóttir 1.

Henriette Östergaard varði 12 skot í marki Selfoss og var með 34% markvörslu og Lena Ósk Jónsdóttir varði 2 skot og var með 13% markvörslu. 

Selfyssingar eru enn að leita að sínum fyrstu stigum í deildinni en liðið er í botnsætinu að loknum tveimur umferðum. Fram-U er hins vegar í toppsætinu, hefur unnið báða sína leiki.

Fyrri greinTíu Selfyssingar fögnuðu sigri
Næsta greinSkrifað undir samning um „Stúdíó Sport hlaupið“