Knattspyrnudeild Selfoss fær 1,6 milljón króna í styrk frá UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs.
Um er að ræða árlega úthlutun á tekjum UEFA af Meistaradeild Evrópu sem rennur til félaganna í Pepsi-deild karla, rúmar 3,6 milljónir króna á hvert félag. KSÍ leggur síðan til 45 milljónir króna sem skiptast á milli félaganna í 1., 2. og 3. deild og utandeildarliða. Styrkurinn er eyrnamerktur barna- og unglingastarfi.
3. deildarfélag Ægis í Þorlákshöfn fær 800 þúsund krónur en Hamar, KFR og Árborg geta sótt sérstaklega um 250 þúsund króna styrki. Þau fá ekki sjálfkrafa úthlutun félögin tefla ekki fram yngri flokkum af báðum kynjum.
Styrkirnir eru greiddir út þann 2. nóvember nk.