Selfoss fær annan markvörð

Selfyssingar hafa fengið til liðs við sig markmanninn Bergstein Magnússon sem kemur til liðsins frá Keflavík.

Bergsteinn verður tvítugur á þessu ári en hann spilaði þrjá leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í fyrra. Hann hefur æft með Selfyssingum undanfarnar vikur og spilaði meðal annars úrslitaleikinn í Fótbolti.net mótinu.

Hann á að baki sautján landsleiki fyrir U17 og U19 ára lið Íslands.

Bergsteinn er annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Selfoss í vetur en áður hafði Vignir Jóhannesson komið frá Breiðabliki. Jóhann Ólafur Sigurðsson, sem varði mark Selfoss í fyrra, hefur lagt hanskana á hilluna.

Fyrri greinIngþór og Tómas áfram með Hamri
Næsta greinVilja að styrkveitingar verði rannsakaðar