Selfoss fær færeyskan landsliðsmarkvörð

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert eins árs samning við færeyska markvörðinn Viviann Petersen.

Petersen, sem er 26 ára, kemur frá Vestmanna Ítróttarfelag en hún hefur einnig leikið með landsliði Færeyja.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss kemur fram að þar á bæ séu menn afar ánægðir með með komu Petersen til félagsins og sagt víst að hún muni styrkja hópinn fyrir komandi átök í Olísdeild kvenna í vetur.

Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hefst um næstu helgi en fyrsti leikur Selfoss er á heimavelli á þriðjudag þegar Stjarnan kemur í heimsókn.

Fyrri greinFjölgunin mætir þörfinni engan veginn
Næsta greinLeiðsögn með Margréti Elísabetu