Selfoss fær öfluga unglingalandsliðskonu

Clara Sigurðardóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16.

„Við erum mjög ánægð með að leikmaður á hennar kaliberi vilji koma í knattspyrnuakademíuna í Fjölbrautaskóla Suðurlands og spila með Selfossi. Hún mun klárlega styrkja hópinn og liðið okkar. Þrátt fyrir ungan aldur er hún með mikla reynslu og við hlökkum mikið til að vinna með henni,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni.

Fyrri greinJötunn Vélar gjaldþrota
Næsta greinSelfoss steinlá í bikarnum