Selfoss fær reyndan hornamann

Sveinn Aron Sveinsson. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Hægri hornamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson er genginn í raðir handknattleiksdeildar Selfoss.

Sveinn, sem er 27 ára gamall, er reynslumikill leikmaður sem hefur verið viðloðandi öll yngri landslið Íslands.  Hann er uppalinn á Hlíðarenda en lék einnig með Aftureldingu um skeið.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss er Sveinn boðinn velkominn til Selfoss og sagt ljóst að hann muni verða góð viðbót í hópinn í komandi átökum í Olísdeildinni í vetur.

Fyrri greinEngin smit í sýnatökunni í Sunnlækjarskóla
Næsta greinKvenfélagið gaf ný leiktæki á Gamla róló