Dregið var í fyrstu umferð bikarkeppninnar í handbolta, Coca-Cola bikarsins, í gær. Kvennalið Selfoss mætir Fjölni í 16-liða úrslitum.
Selfosskonur munu því fara í heimsókn í Grafarvoginn en leikurinn verður spilaður fyrstu helgina í nóvember.
Karlalið Selfoss sat hjá í fyrstu umferð. Þeir bætast svo við í pottinn þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.