Selfoss fékk Fjölni í bikarnum

Ívan Breki og félagar mæta Fjölni í 32-liða úrslitum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Karlalið Selfoss dróst gegn 1. deildarliði Fjölnis í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en dregið var í hádeginu í dag.

Selfyssingar, sem leika í 2. deildinni, heimsækja Fjölnismenn í Egilshöllina en leikurinn fer fram næstkomandi þriðjudag.

Selfyssingar voru eina sunnlenska liðið í pottinum í dag en þeir sigruðu Kára 3-1 í 2. umferð keppninnar.

Fyrri greinFjórir umsækjendur um skólastjórastarf
Næsta greinGrýlupottahlaup 2/2024- Úrslit