Selfoss fékk ÍBV í bikarnum

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss mætir ÍBV í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta en dregið var í hádeginu í dag.

Undanúrslit kvenna fara fram miðvikudaginn 15. mars, þar mætast Haukar og Valur í fyrri viðureigninni kl. 18:00 en í síðar viðureigninni mætast ÍBV og Selfoss kl. 20:15.

Úrslitaleikir Powerade-bikarsins fara fram laugardaginn 18. mars, í kvennaflokki verður leikið kl. 13:30. Að sjálfsögðu verður öllu tjaldað til í Laugardalshöll á bikarhelginni og allir leikir sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Fleiri Selfosslið taka þátt í úrslitahelginni en 6. flokkur kvenna eldri og 5. flokkur karla eldri eru komin í úrslit. Fleiri lið gætu bæst við en 3. flokkur karla mætir Fram í undanúrslitum og 4. flokkur karla yngri mætir einnig Fram í undanúrslitum.

Fyrri greinHeimurinn ekki tilbúinn fyrir „Chance“
Næsta greinSýndu einstaka þrautseigju við erfiðar aðstæður