Það var við ramman reip að draga þegar kvennalið Selfoss í körfubolta heimsótti KR í 1. deildinni í dag. Lokatölur urðu 93-42.
KR byrjaði leikinn af krafti, komst í 16-5 og staðan var 26-13 að loknum 1. leikhluta. Selfossliðinu gekk illa að skora í 2. leikhluta og staðan var 42-17 í hálfleik. KR jók forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleiknum og að lokum skildu rúm 50 stig liðin að.
Anna Katrín Víðisdóttir var stigahæst Selfyssinga með 11 stig og Eva Rún Dagsdóttir skoraði 9, tók 8 fráköst og sendi 7 stoðsendingar.
Tölfræði Selfoss: Anna Katrín Víðisdóttir 11, Eva Rún Dagsdóttir 9/8 fráköst/7 stoðsendingar, Perla María Karlsdóttir 8, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 7, Eva Margrét Þráinsdóttir 5, Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Elín Þórdís Pálsdóttir 2 stoðsendingar/1 frákast, Diljá Salka Ólafsdóttir 1 stoðsending.