Selfoss fékk Stjörnuna í bikarnum

Eva Lind Elíasdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss mætir Stjörnunni á útivelli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram þann 1. júní.

Dregið var í 16-liða úrslitin í gær en liðin í Pepsi Max deildinni voru þá í fyrsta sinn í pottinum en tveimur umferðum er lokið í bikarkeppninni.

Leikur Selfoss og Stjörnunnar verður á gervigrasinu í Garðabæ laugardaginn 1. júní kl. 17:00.

Selfyssingar eiga harma að hefna gegn Stjörnunni en Garðbæingar slógu Selfoss úr keppni í 8-liða úrslitunum í fyrra eftir vítaspyrnukeppni. Liðin mættust í bikarúrslitaleikjunum árin 2014 og 2015 og í bæði skiptin hafði Stjarnan sigur.

Fyrri grein„Við verðum fúlir í smá stund“
Næsta greinLeitað að vitnum að skemmdarverkum