Selfyssingar mæta ÍA á útivelli og Hamar fær Tindastól heima í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Dregið var í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ.
Tindastóll leikur í 1. deildinni en Hamar í 2. deild. Annar þjálfara Hamars er Sauðkrækingurinn Kristmar Geir Björnsson svo að leikurinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir.
1. deildarlið Selfoss fer upp á Skipaskaga og leikur gegn Pepsi-deildarliði ÍA. Liðin mættust í Lengjubikarnum í vor og þar hafði Selfoss 4-2 sigur en ÍA vann báða leiki liðanna í Pepsi-deildinni í fyrrasumar.
Selfyssingar unnu ÍR í 2. umferðinni á mánudagskvöld en Hamar var búinn að leggja Ísbjörninn og Berserki í 1. og 2. umferð.
Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 29. og 30. maí.
Þróttur R – ÍBV
Leiknir – Ármann
Magni – Þróttur V
Valur – Fram
Fylkir – Völsungur
Álftanes – Víkingur Ó
FH – Keflavík
HK – Breiðablik
KV – Víkingur R
Sindri – Ýmir
Grótta – Höttur
Hamar – Tindastóll
ÍA – Selfoss
KR – Grindavík
BÍ/Bolungarvík – Reynir S
Þór Ak – Stjarnan