Selfyssingar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta eftir stórsigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, 16-27.
Selfoss og Grótta eru í 3. og 4. sæti 1. deildarinnar og gerðu jafntefli, 25-25, í deildarleik í október. Því var búist við barningsleik en Selfyssingar mættu til leiks í miklum ham og unnu öruggan sigur. Staðan í hálfleik var 12-15 en Selfyssingar bættu um betur í síðari hálfleik, spiluðu frábæra vörn og héldu Gróttu í aðeins fjórum mörkum en skoruðu sjálfir tólf.
Atli Kristinsson og Ómar Ingi Magnússon voru markahæstir Selfyssinga með sex mörk, Sverrir Pálsson skoraði fjögur, Hörður Másson og Einar Sverrisson þrjú, Jóhannes Snær Erlingsson og Elvar Örn Jónsson tvö og Eyvindur Hrannar Gunnarsson eitt.