Selfoss tapaði 27-24 þegar liðið heimsótti Víking í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi.
–
Fyrri hálfleikur var jafn og staðan var 11-12 í hálfleik, Selfyssingum í vil. Seinni hálfleikur spilaðist líkt og sá fyrri, framanaf og þegar hann var rúmlega hálfnaður var Selfoss yfir, 18-19. Þá komu þrjú mörk í röð frá Víkingum og þeir létu ekki forystuna af hendi eftir það.
Andri Már Sveinsson var markahæstur hjá Selfyssingum með 5 mörk, Matthías Örn Halldórsson og Sverrir Pálsson skoruðu 4, Ómar Vignir Helgason 3, Alexander Már Egan, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson 2 og þeir Hörður Másson og Jóhann Erlingsson skoruðu 1 mark hvor.