Selfyssingar tóku á móti toppliði Gróttu í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Gróttumenn reyndust mun sterkari og sigruðu 20-26.
Grótta hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var jöfn, 13-13. Gestirnir höfðu svo tveggja til þriggja marka forskot lengst af síðari hálfleik en Selfyssingar gáfu eftir í lokin og munurinn varð sex mörk þegar upp var staðið.
Alexander Egan var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Sverrir Pálsson og Andri Már Sveinsson skoruðu 4, Hörður Másson 3, Jóhann Erlingsson 2 og Hergeir Grímsson 1.
Sebastian Alexandersson varði 18 skot í marki Selfoss.
Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 27 stig, eins og Fjölnir sem er í 4. sætinu.