Selfoss gaf eftir í seinni hálfleik

Birkir Hrafn Eyþórsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tók á móti ÍR í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Gestirnir reyndust sterkari í leiknum og sigruðu 89-97.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Selfyssingar byrjuðu vel en Fjölnismenn svöruðu fyrir sig í 2. leikhluta og staðan var 47-48 í hálfleik.

ÍR gerði nánast út um leikinn í 3. leikhluta þar sem ekkert gekk upp í sókninni hjá Selfyssingum og í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 59-75. Selfoss klóraði í bakkann á lokakaflanum en náði ekki að brúa bilið.

Tykei Greene var stigahæstur Selfyssinga með 35 stig, Birkir Hrafn Eyþórsson skoraði 29, Vojtech Novák skoraði 13 stig, tók 12 fráköst og sendi 7 stoðsendingar og Ísar Jónasson skoraði 4 stig og sendi 10 stoðsendingar.

Hrunamenn tóku á móti Fjölni í kvöld og þar sigruðu Fjölnismenn 90-120. Staðan í hálfleik var 50-63. Upplýsingar um tölfræði Hrunamanna hafa ekki borist úr þessum leik.

Selfyssingar eru í 9. sæti deildarinnar með 12 stig en Hrunamenn eru í 12. og neðsta sæti með 6 stig.

Fyrri greinÞriðji sigur Ægis í röð
Næsta greinReyndu að vinna eins lítið og þú getur