
Selfoss varð í 2. sæti af 116 liðum á TM mótinu í Vestmannaeyjum í síðustu viku eftir magnaða frammistöðu þessara efnilegu knattspyrnukvenna á mótinu.
Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Selfoss-1 alla níu leiki sína með samanlagðri markatölu 26-5 og mætti Breiðablik í úrslitaleiknum. Þar höfðu Blikar betur, 3-0 eftir hörkuleik á Hásteinsvelli.
Hildur Eva Bragadóttir, Selfoss, og Telma Svava Andrésdóttir, Hamri, voru valdar í lið mótsins og þær voru einnig fulltrúar sinna félaga í landsleik mótsins. Pressuliðið sigraði þann leik 5-2 en Telma Svava skoraði annað marka landsliðsins.



