Kvennalið Selfoss er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins í handbolta eftir góðan sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 20-29.
Selfoss hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik þó að Fjölniskonur væru aldrei langt undan. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik tóku Selfyssingar leikinn í sínar hendur og unnu að lokum með níu marka mun, 20-29.
Hildur Öder inarsdóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir skoraði 5, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir og Carmen Palamariu 3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Tinna Soffía Traustadóttir 2 og þær Kara Árnadóttir, Sigrún Brynjarsdóttir og Auður Óskarsdóttir skoruðu allar 1 mark.
Dregið verður í 8-liða úrslitin á morgun, fimmtudag.