Selfyssingar eru komnir í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta eftir góðan sigur á Víkingi á útivelli í kvöld, 21-24.
Selfoss hafði forystuna stærstan hluta leiksins og leiddi í hálfleik, 10-11. Í upphafi síðari hálfleiks náði Selfoss þriggja marka forskoti, 12-15 en Víkingar voru fljótir að minnka muninn í 16-17. Eftir það leiddu Selfyssingar með þremur til fjórum mörkum út leikinn. Víkingur náði að minnka muninn niður í tvö mörk í blálokin en Selfyssingar héldu haus og kláruðu leikinn.
Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Einar Sverrisson skoraði 5 og Hergeir Grímsson 4.
Ásamt Selfyssingum verða Haukar, Valur, Fram, Afturelding, FH, Grótta og HK eða Stjarnan í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin, sem leikin verða 9.-10. febrúar á næsta ári.