Selfoss í fjórða í hnífjafnri keppni

Meistaraflokkur Selfoss HM1 varð í 4. sæti á undankeppni Íslandsmótsins í hópfimleikum sem fram fór í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi í dag.

Gerpla A sigraði með 49,75 stig, B-lið Gerplu varð í 2. sæti með 46,7 stig, Stjarnan í 3. sæti með 46,55 stig og Selfoss í því fjórða með 46,15 stig. Keflvíkingar ráku lestina með 35,50 stig.

Selfossliðið náði sér ekki á strik í fyrstu umferð á dýnu og kostaði það liðið 2. sætið.

Þrátt fyrir árangurinn í dag á Selfoss enn möguleika á sæti á Norðurlandameistaramóti seniora en mótið í dag var annað af þremur úrtökumótum fyrir NM. Gerpla A hefur þegar tryggt sér sæti á mótinu en fyrir síðasta úrtökumótið þann 16. apríl eiga Selfoss, Stjarnan og Gerpla B öll möguleika á hinum farseðlinum á NM.

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Hildur Rós
Næsta greinFyrsta stig Árborgar