Selfoss í ham gegn botnliðinu

Chris Caird, þjálfari Selfoss, fer yfir málin með sínum mönnum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á botnliði ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, 109-73, í Gjánni á Selfossi.

Selfoss hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og munurinn var orðinn 35 stig í hálfleik, 62-27. Seinni hálfleikurinn var jafnari og úrslitin löngu ljós, enda náðu gestirnir ekki að minnka forskot Selfoss að neinu ráði.

Trevon Evans, Gerald Robinson og Gasper Rojko áttu allir stórleik fyrir Selfoss. Evans skoraði 32 stig og tók 10 fráköst, Robinson skoraði 31 stig og tók 19 fráköst og Rojko Skoraði 26 stig og tók 12 fráköst.

Selfoss er nú í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en ÍA er á botninum og hefur ekki unnið leik í vetur.

Tölfræði Selfoss: Trevon Evans 32/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gerald Robinson 31/19 fráköst, Gasper Rojko 26/12 fráköst, Óli Gunnar Gestsson 7/5 fráköst, Vito Smojver 7, Styrmir Jónasson 2, Ísar Freyr Jónasson 2, Arnar Geir Líndal 2.

Fyrri greinHrunamenn og Hamar töpuðu
Næsta greinGuðmundur bandarískur meistari