Selfoss í úrslit í Lengjubikarnum

Védís Ösp Einarsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu mun leika til úrslita í C-deild Lengjubikarsins eftir öruggan sigur á Dalvík/Reyni á Selfossvelli í dag.

Selfoss fékk þó ekki meðbyr framan af leik, Dalvík/Reynir komst yfir á 40. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Þær vínrauðu sýndu hins vegar sínar bestu hliðar í seinni hálfleiknum og skoruðu fjögur mörk.

Katrín Ágústsdóttir jafnaði metin á 57. mínútu og á eftir fylgdu mörk frá Emblu Dís Gunnarsdóttur og Védísi Ösp Einarsdóttur. Védís skoraði sitt annað mark á 86. mínútu og tryggði Selfyssingum 4-1 sigur.

Selfoss mætir Völsungi frá Húsavík í úrslitaleiknum sem fram fer næstkomandi laugardag.

Fyrri greinKFR úr leik eftir framlengingu
Næsta greinHamar tryggði sér oddaleik