Selfoss Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu

Kvennalið Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu en liðið lagði Álftanes 7-4 í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Þetta er fyrsti meistaratitill Selfyssinga í innanhússknattspyrnu en leikið er eftir alþjóðlegum Futsal reglum.

Leikurinn gegn Álftanesi var stórskemmtilegur, Selfoss komst í 2-0 en Álftanes jafnaði 2-2. Staðan var 4-3 í hálfleik en Álftanes jafnaði strax á upphafssekúndum síðari hálfleiks.

Selfoss gerði svo út um leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik.

Erna Guðjónsdóttir og Eva Lind Elíasdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Selfoss, Íris Sverrisdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir eitt, en sjöunda og síðasta markið var sjálfsmark Álftaness.

Mörkin úr úrslitaleiknum má sjá hér að neðan en SportTV sýndi leikinn í beinni útsendingu.

Fyrri greinLeitað við Ölfusá í dag
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum