Selfoss jafnaði metin

Hákon Garri Gestsson sækir að marki Gróttu í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss jafnaði 1-1 í einvíginu gegn Gróttu með 31-29 sigri í Set-höllinni Iðu á Selfossi í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð.

Leikurinn var mest allan tímann, Grótta leiddi 13-14 í hálfleik og gestirnir komust í 13-17 snemma í seinni hálfleik.

Selfyssingar lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna 21-21 þegar ellefu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Eftir það var allt í járnum en Selfyssingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu með tveggja marka mun.

Liðin mæt­ast næst á Seltjarn­ar­nesi að kvöldi sumardagsins fyrsta.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Sölvi Svavarsson skoraði 6, Jónas Karl Gunnlaugsson, Jason Dagur Þórisson og Hákon Garri Gestsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2 og þeir Tryggvi Sigurberg Traustason, Árni Ísleifsson, Anton Breki Hjaltason, Guðjón Haldur Ómarsson og markvörðurinn Alexander Hrafnkelsson skoruðu allir 1 mark. Alexander varði 11 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.

Fyrri greinKR sópaði Hamri/Þór niður í 1. deild
Næsta greinAgla Íslandsmeistari