Selfoss tapaði 28-36 gegn ÍBV á Ragnarsmótinu í handbolta í kvöld. Selfyssingar munu því leika gegn Víkingi um 5. sætið í hádeginu á morgun.
ÍBV var sterkari aðilinn í leik kvöldsins og náði fljótlega góðri forystu. Selfyssingum tókst ekki að jafna metin og Eyjamenn unnu að lokum öruggan átta marka sigur.
ÍBV lék einnig gegn KA í kvöld og þar höfðu norðanmenn sigur, 34-30. Það verða því KA og Grótta sem leika til úrslita um 1. sætið kl. 16 á morgun. ÍBV mætir ÍR í leik um 3. sætið kl. 14.
Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hans Jörgen Ólafsson, Sæþór Atlason og Vilhelm Freyr Steindórsson skoruðu 4, Álvaro Mallols 3, Richard Sæþór Sigurðsson og Hannes Höskuldsson 2 og þeir Jason Dagur Þórisson og Anton Breki Hjaltason skoruðu 1 mark hvor.
Alexander Hrafnkelsson varði 4 skot í marki Selfoss og Jón Þórarinn Þorsteinsson 3.