„Við höfum farið yfir málin og það sem aflaga fór gegn Grindavík,“ segir Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, en liðið mætir Breiðabliki í kvöld kl. 19.15 á Selfossvelli.
Hjá Breiðabliki hitta Selfyssingar fyrir Guðmund Benediktsson sem þjálfaði Selfossliðið árið 2010. Liðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum og aðeins skorað eitt mark í öllum fimm leikjunum.
„Þeir hafa verið að fá færi í þessum leikjum, þannig að ekki vantar upp á það hjá þeim,“ segir Logi sem er á því að Breiðablik sé vel spilandi lið. „Þeir bíða væntanlega eftir því að flóðgáttir opnist, en við ætlum að sjá til þess að það verði ekki í þessum leik.“
Annars eru flestir leikmenn klárir til að taka þátt í næsta verkefni. „Það er aðeins Jóhann sem er meiddur og gengur honum illa að losa sig við þau meiðsli og Agnar Bragi hefur ekki getað æft vegna meiðsla í hné,“ segir Logi. Þá hefur Kjartan Sigurðsson haldið aftur til Bandaríkjanna í nám og mun ekki leika með Selfossi í sumar.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.