Selfoss mætir Fram aftur

Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær var dregið í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Þar áttu Selfyssingar fulltrúa í báðum skálum, þó að karlaliðið hafi ekki enn leikið sinn leik í 32-liða úrslitunum.

Karlaliðið á leik gegn ÍH í 32-liða úrslitum, en hann fer fram í Kaplakrika föstudagskvöldið 1. nóvember kl 20:00. Komist þeir í gegnum það verkefni þá bíður viðureign gegn Íslandsmeisturum FH, í Set höllinni sunnudaginn 17. nóvember.

Annað árið í röð mun kvennalið Selfoss mæta Fram í 16-liða úrslitunum. Leikurinn fer fram í Set-höllinni Iðu 4. eða 5. nóvember.

Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni.

16-liða úrslit Poweradebikars kvenna
Selfoss – Fram
Víkingur – Fjölnir
HK – ÍBV
KA/Þór – Stjarnan
FH – Grótta
Afturelding – ÍR

16-liða úrslit Poweradebikars karla
ÍH eða Selfoss – FH
Hvíti Riddarinn eða Víkingur – Fram
Haukar – ÍBV
HK – Afturelding
Valur – Grótta
ÍBV 2 eða Þór – ÍR
Víðir eða Hörður – KA
Stjarnan – Fjölnir

Fyrri greinSelfoss fékk að kenna á hamri Þórs
Næsta grein„Bleika boðið er árshátíðin okkar“