
Í gær var dregið í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla í handbolta. Selfyssingar drógust gegn ÍR á útivelli og fer leikurinn fram þann 16. desember næstkomandi.
ÍR situr í 10. sæti Olísdeildarinnar eins og staðan er í dag, en Selfoss er í 7. sæti.
Valsmenn, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, mæta ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:
HK – Afturelding
Víðir – KA
FH – Stjarnan
Kórdrengir – Hörður
Víkingur – Haukar
ÍBV 2 – Fram