Selfoss mætir KA í undanúrslitunum

Atli Ævar Ingólfsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss mun mæta KA í undanúrslitum bikarkeppni karla í handbolta.

Undanúrslitin og úrslitin eru leikin í beit á bikarhelgi á Ásvöllum í Hafnarfirði 9.-13. mars. Í hinum undanúrslitaleiknum mætir Valur Herði, FH eða Þór Ak en vegna COVID-19 og samgönguörðugleika hefur ekki enn tekist að klára leik Harðar og FH í 16-liða úrslitunum.

Leikur Selfoss og KA í undanúrslitunum fer fram fimmtudagskvöldið 10. mars og úrslitaleikur karla fer svo fram laugardaginn 12. mars.

Það er ljóst að það er hörkuleikur framundan í undanúrslitunum en Selfoss og KA eru hnífjöfn í Olísdeildinni með 15 stig í 6.-7. sæti.

Fyrri greinLiam tekur við Uppsveitum
Næsta greinHrunamenn magnaðir á heimavelli