Karlalið Selfoss í handbolta vann 22-21 sigur á KR á útivelli í gærkvöldi og situr áfram í 3. sæti 1. deildarinnar.
Selfoss leiddi með einu marki, 14-15, eftir að hafa verið undir hluta af fyrri hálfleiknum. Selfyssingar náðu fjögurra marka forskoti í upphafi fyrri hálfleiks, 17-21, en röð mistaka í kjölfarið gaf KR-ingum færi á að jafna, 21-21, þegar tíu mínútur voru eftir. Aðeins eitt mark var skorað á síðustu tíu mínútum leiksins og það gerðu Selfyssingar.
Atli Kristinsson var markahæstur Selfyssinga með 5 mörk, Einar Sverrisson, Andri Hrafn Hallsson og Atli Hjörvar Einarsson skoruðu 4 mörk, Jóhann Erlingsson 3 og Andri Már Sveinsson 2.
Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn toppliði Stjörnunnar. Liðin mætast á föstudag klukkan 20.