Selfoss með fullt hús

Embla Dís Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk. Ljósmynd/Selfoss fótbolti

Selfoss vann öruggan sigur á KH í C-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Selfoss og ÍH eru með fullt hús á toppi riðils-1 og mætast í úrslitaleik á mánudaginn.

Embla Dís Gunnarsdóttir kom Selfyssingum yfir á 17. mínútu og undir lok fyrri hálfleiks röðuðu Selfyssingar inn þremur mörkum á þremur mínútum. Björgey Njála Andreudóttir og Védís Ösp Einarsdóttir skoruðu áður en Embla Dís bætti við marki af vítapunktinum.

Staðan var 0-4 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var markalaus lengst af. Guðmunda Brynja Óladóttir bætti fimmta markinu við á 77. mínútu og á þeirr 88. innsiglaði Katrín Ágústsdóttir 0-6 sigur Selfoss.

Fyrri greinPerla og Hákon íþróttafólk HSK 2024
Næsta greinEfnagreining vatnsins sett í forgang