Selfoss missti af dýrmætum stigum

Álvaro Mallols. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss varð af mikilvægum stigum í botnbaráttu Olísdeildar karla í handbolta í kvöld þegar liðið heimsótti Gróttu á Seltjarnarnesið.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tuttugu mínúturnar en Grótta var skrefinu á undan. Á lokakafla fyrri hálfleiks náði Grótta mest fjögurra marka forskoti en staðan í hálfleik var 16-13. Grótta byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði sjö marka forskoti og þar með var björninn unninn. Selfyssingar náðu ekki að klóra í bakkann á lokakaflanum og lokatölur urðu 32-25.

Gunnar Kári Bragason, Álvaro Mallols og Tryggvi Sigurberg Traustason voru markahæstir Selfyssinga með 4 mörk, Sæþór Atlason og Sveinn Andri Sveinsson skoruðu 3, Hannes Höskuldsson, Hans Jörgen Ólafsson og Richard Sæþór Sigurðsson 2 og Einar Sverrisson 1. Vilius Rasimas varði 7 skot í marki Selfoss og var með 26% markvörslu og Alexander Hrafnkelsson varði 3 skot og var með 20% markvörslu.

Selfyssingar eru áfram á botni deildarinnar með 4 stig en Grótta lyfti sér upp í 8. sætið með 8 stig.

Fyrri greinÞórsarar skelltu meisturunum – Hamar tapaði
Næsta greinKveikt á trénu í Hveragerði