Selfoss missti af NM sæti

Meistaraflokkur Selfoss HM1 varð í 3. sæti á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var í Versölum í Kópavogi í dag.

Gerpla A sigraði með 47,95 stig, Gerpla B hlaut 46,60 stig og Selfoss 45,05 stig. Gerpla B tryggði sér þar með seinni farmiðann á Norðurlandameistaramótið í hópfimleikum en A-lið félagsins hafði tryggt sæti sitt á NM fyrir mótið.

Á morgun verður keppt um Íslandsmeistaratitlana á einstökum áhöldum í hópfimleikum. Selfoss er komið í úrslit á trampólíni og dýnu en athygli vakti að Evrópumeistarar Gerplu náðu ekki inn í úrslit á dýnu.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys í Landeyjum
Næsta greinTónleikar í gíg Skjaldbreiðar