Selfoss og Hamar töpuðu

Follie Bogan átti stórleik fyrir Selfoss en það dugði ekki til. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss og Hamar töpuðu leikjum sínum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Selfoss heimsótti Skallagrím í Borgarnes og Hamar mætti Breiðabliki í Kópavogi.

Selfyssingar fóru vel af stað í Borgarnesi og leiddu í leikhléi, 49-61. Þriðji leikhluti var hins vegar ekki nógu góður og Skallagrímur komst yfir undir lok hans, 79-75. Síðasti fjórðungurinn var spennandi framan af en Skallagrímur hélt forystunni og sigraði að lokum. 103-95.

Follie Bogan var besti maður vallarins, skoraði 43 stig fyrir Selfoss, tók 8 fráköst, sendi 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Vojtéch Novák var sömuleiðis með gott framlag, með 16 stig og 8 fráköst.

Framlenging í Kópavogi
Í Kópavogi voru sveiflurnar miklar en leikurinn heilt yfir jafn. Staðan var 18-18 eftir 1. leikhluta en Hamar átti 2. leikhlutann og staðan var 34-46 í hálfleik. Blikar áttu álíka sprett í upphafi seinni hálfleiks og þegar 4. leikhluti hófst var staðan 63-63. Hann var í járnum allt til loka, Hamar var í góðri stöðu á lokasekúndunum en Blikar náðu að jafna og knýja fram framlengingu með flautukörfu, 83-83. Blikar röðuðu niður körfum í framlengingunni og sigruðu 100-96.

Jaeden King lék vel fyrir Hamar, skoraði 30 stig, tók 11 fráköst, sendi 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Ragnar Nathanaelsson var sömuleiðis öflugur með 14 stig og 12 fráköst.

Tölfræði Hamars: Jaeden King 30/11 fráköst/5 stoðsendingar, Jose Medina 20, Ragnar Nathanaelsson 14/12 fráköst/3 varin skot, Björn Ásgeir Ásgeirsson 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 10, Lúkas Aron Stefánsson 5, Daníel Sigmar Kristjánsson 3, Egill Þór Friðriksson 1 frákast.

Tölfræði Selfoss: Follie Bogan 43/8 fráköst/5 stoðsendingar, Vojtéch Novák 16/8 fráköst/3 varin skot, Tristan Máni Morthens 10, Ísak Júlíus Perdue 10/6 fráköst, Arnór Bjarki Eyþórsson 7, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 6/6 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 3, Ari Hrannar Bjarmason 3 fráköst/1 stolinn bolti, Ísar Freyr Jónasson 2 stolnir boltar/1 frákast, Birkir Máni Sigurðarson 2 fráköst.

Fyrri greinDagur áfram hjá uppeldisfélaginu
Næsta greinÁrborg tekur upp rafrænt pósthólf