Selfoss örugglega áfram

Katla María Magnúsdóttir, leikmaður Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss mun mæta ÍR eða Gróttu í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst þegar Selfoss vann FH örugglega í Kaplakrika í kvöld í seinni leik undanúrslitanna. Selfoss sigraði 22-28 og vann einvígið gegn FH því 2-0.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Selfoss náði forskoti undir lok hans og leiddi 11-13 í hálfleik. Um miðjan seinni hálfleikinn var munurinn orðinn sex mörk og sigur Selfoss ekki í hættu eftir það.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 11 mörk, Karen Helga Díönudóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Tinna Soffía Traustadóttir og Roberta Stropé skoruðu 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2 og þær Rakel Guðjónsdóttir, Kristín Una Hólmarsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinHamar færist nær úrvalsdeildinni
Næsta greinGleðilegt sumar!