Selfoss riftir samningi við Espinosa

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur rift samningi sínum við Toni Espinosa, leikmann meistaraflokks karla, vegna atviks sem kom upp í leik gegn Haukum í Inkasso-deildinni í gærkvöldi.

Samkvæmt veflýsingu fotbolti.net rauk Espinosa af velli og tók sér sæti á varamannabekknum eftir að Selfoss lenti 2-0 undir á 37. mínútu.

Í yfirlýsingu sem stjórn knattspyrnudeildar Selfoss sendi frá sér í morgun er Espinosa sagður hafa sýnt af sér hegðun sem er ekki í samræmi við gildi Selfyssinga; Gleði, virðing og fagmennska.

„Deildin hefur því sagt upp samningi leikmannsins frá og með deginum í dag,“ segir í yfirlýsingunni.

Fyrri greinMargvíslegur fróðleikur um lífshætti Skaftfellinga
Næsta greinÁfram unnið að áfangastaðaáætlun