Selfoss sat eftir þrátt fyrir sigur

Hrvoje Tokic skoraði mar Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann góðan sigur á Kára í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu á Akranesi í dag. Önnur úrslit í deildinni voru Selfyssingum ekki hagstæð.

Vestri og Leiknir Fáskrúðsfirði unnu sína leiki en Selfoss þurfti að treysta á að þau lið töpuðu stigum. Leiknir sigraði deildina með 46 stig, Vestri var í 2. sæti með 45 stig og Selfoss í 3. sæti með 44 stig.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir á 26. mínútu og um sama leiti bárust þau tíðindi að Leiknir væri undir gegn Fjarðabyggð. Tokic bætti við öðru marki fyrir Selfyssinga á 53. mínútu en það dugði ekki til því Leiknir sneri leiknum gegn Fjarðabyggð sér í hag í seinni hálfleik og sigraði 1-3.

Fyrri greinHólmfríður rauf 300 leikja múrinn
Næsta greinÖruggt hjá Selfyssingum í lokaumferðinni